Ægir Finnsson
Framkvæmdastjóri, stofnandi.
Ægir er sveitamaðurinn í hópnum. Skagfirðingur sem villtist suður yfir heiðar og hefur unnið í tæknigeiranum síðustu 20 ár.
Þorsteinn Guðjónsson
Framkvæmdastjóri.
Doddi er golfarinn í hópnum. Býr úti á Seltjarnarnesi svo hann hefur sennilega aldrei slegið golf bolta í logni og er þeim mun nákvæmari fyrir vikið í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Bjarni Ólafur Eiríksson
Þjónustustjóri
Varnarmaðurinn á þjónustuborðinu sem vill allt gera fyrir viðskiptavini Parka. Bjarni kom úr atvinnumennskunni í boltanum, með nokkra landsleiki undir belti, heim til íslands og tæklar öll mál sem koma inn á þjónustuborðið okkar.
Eyþór Atli Sigurðsson
Upplýsingaöryggisstjóri
og forritari
Eyþór var einu sinni á sjó í Vestmannaeyjum og bjó líka í Þýskalandi um tíma. Hann virðist aðalega hafa lært að borða chilly og annan sterkan mat þar.
Guðjón Kári Jónsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Guðjón Kári hóf störf hjá Parka á fyrsta ári félagsins og hefur séð um að halda batterýinu gangandi öll þessi ár. Guðjón á ekki bíl, svo hann hefur aldrei notað Parka appið.
Guðrún Björg Eggertsdóttir
Sala og þjónusta
Guðrún er ungstirnið í hópnum. Hún er því sjálfkjörinn formaður skemmtinefndar félagsins og sér um að hafa gaman.
Sigríður Harpa Jónsdóttir
Sala og þjónusta
Kristinn Gunnar Atlason
Hönnuður
Kristinn er í fæðingarorlofi, þannig að þessi síða á eftir að verða fallegri.
Stefán Laxdal
Hugbúnaðarsérfræðingur
Stebbi er gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveit. Rokkið á kvöldin færir honum útrás sem skilar af sér ótrúlega dagfarsprúðum og yfirveguðum forritara.