Ægir Finnsson
Framkvæmdastjóri, stofnandi.
Ægir er sveitamaðurinn í hópnum. Skagfirðingur sem villtist suður yfir heiðar og hefur unnið í tæknigeiranum síðustu 20 ár.
Arna Sigrún Haraldsdóttir
Markaðsstjóri
Arna er lattelepjandi 101 stelpan í hópnum. Hún sér um að kynna sveitamanninum fyrir borgarlífinu og læra í staðin á hvernig tæknin getur bæði einfaldað og flækt líf okkar.

Arnaldur Bjarnason
Hugbúnaðarsérfræðingur
Arnaldur flutti til Danmerkur fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Parka og starfar þaðan, þannig að við vitum mjög lítið um hann annað en við getum lesið út úr hugbúnaðinum hans.

Bjarni Ólafur Eiríksson
Þjónustustjóri
Varnarmaðurinn á þjónustuborðinu sem vill allt gera fyrir viðskiptavini Parka. Bjarni kom úr atvinnumennskunni í boltanum, með nokkra landsleiki undir belti, heim til íslands og tæklar öll mál sem koma inn á þjónustuborðið okkar.

Eyþór Atli Sigurðsson
Upplýsingaöryggisstjóri
og forritari
Eyþór var einu sinni á sjó í Vestmannaeyjum og bjó líka í Þýskalandi um tíma. Hann virðist aðalega hafa lært að borða chilly og annan sterkan mat þar.

Guðjón Kári Jónsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Guðjón Kári hóf störf hjá Parka á fyrsta ári félagsins og hefur séð um að halda batterýinu gangandi öll þessi ár. Guðjón á ekki bíl, svo hann hefur aldrei notað Parka appið.

Guðrún Björg Eggertsdóttir
Sala og þjónusta
Guðrún er ungstirnið í hópnum. Hún er því sjálfkjörinn formaður skemmtinefndar félagsins og sér um að hafa gaman.

Kristinn Gunnar Atlason
Hönnuður
Kristinn er í fæðingarorlofi, þannig að þessi síða á eftir að verða fallegri.