Persónuverndarstefna Parka

Áreiðanleiki og öryggi er lykilatriði í öllum rekstri Parka Lausna ehf, hér eftir nefnt Parka. Vegna þess leggur félagið kapp á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Ennfremur kappkostar Parka að upplýsa notendur um öryggismál og hvernig unnið er með upplýsingar þeirra svo enginn þurfi að efast um að unnið sé með upplýsingar á öruggan og löglegan hátt.

1. Gagnaöryggi og aðgangsstjórnun

Allar teningar milli ólíkra kerfa félagsins eru dulkóðaðar. Grunnkerfi Parka er aðgangsstýrt kerfi. Persónugreinanlegar upplýsingar eru óaðgengilegar almennum notendum kerfisins.

Upplýsingar um einstaka notendur eru eingöngu aðgengilegar starfsfólki Parka og eingöngu sóttar eftir þörfum, s.s. þegar notandi greiðir ekki þjónustugjald innan uppgefins greiðslufrests, þegar viðskiptavinur hefur samband og óskar eftir nánari skýringum o.s.frv. Allir starfsmenn Parka eru með hreint sakavottorð og bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir kunna að verða áskynja um notendur kerfisins. Parka áskilur sér rétt til að kæra öll brot á þagnarskyldu til viðeigandi yfirvalda.

Upplýsingaöryggisstjóri hefur eftirlit með kerfinu og yfirsýn yfir aðgang starfsmanna að gögnum notenda. Skal hann m.a. hafa eftirlit með starfsmönnum og aðgangi þeirra að gögnum.

 

2. Persónugreinanlegar upplýsingar í algeru lágmarki

Stefna Parka er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þjónustu og uppfyllt skyldur. Við notkun á kerfinu er almennum notendum til að mynda aðeins nauðsynlegt að gefa upp skráningarnúmer ökutækis þeirra, án þess að þurfa gefa upp nafn, kennitölu, heimilisfang eða aðrar persónuupplýsingar. Hins vegar býðst fyrirtækjum, s.s. bílaleigufyrirtækjum og rútufyrirtækjum að skrá sig inn í kerfið til hagræðis og í þeim tilgangi að auðvelda fyrirtækjunum umsjón og uppgjör á þjónustugjöldum. Við þá skráningu óskar Parka eftir nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi, og símanúmeri lögaðila / fyrirtækis.

Parka hefur aðgang að greiðslusögu, þ.e. færsluupplýsingum en ekki bankareikningsnúmerum eða greiðslukortanúmerum.

Parka kerfið sækir eingöngu upplýsingar um eigendur viðkomandi ökutækis, sé þjónustugjald ekki greitt innan fyrirfram ákveðins frests. Í framhaldinu verður krafa stofnuð á viðkomandi eiganda í innheimtukerfi banka, byggt á kennitölu eiganda viðkomandi ökutækis. Ef þjónustugjaldið er greitt innan frests, eru engar upplýsingar sóttar til ökutækjaskrár.

Parka starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Parka gengur úr skugga um að viðskiptavinir sínir, sem teljast ábyrgðaraðilar í skilningi laga um persónuvernd, hafi tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína eins og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gera ráð fyrir. Parka telst vinnsluaðili í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

3. Parka ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan, eða ósiðlegan hátt

Parka mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar (færslur) notenda til þriðja aðila.

Parka mun aldrei láta samskiptaupplýsingar notenda í té þriðja aðila. Parka mun aldrei sjálft nýta samskiptaupplýsingar í öðrum tilgangi en að eiga hófleg og eðlileg samskipti við notendur vegna aðgangs þeirra og notkunar á Parka.

Þrátt fyrir framangreint áskilur Parka sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar, sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar, rekjanlegar eða heimfæranlegar á notendur, og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi, s.s. hér segir:

Vegna rannsókna á umferðarþunga / ökutækjafjölda um tiltekin svæði. Tilgangur þess er m.a. að Parka geti upplýst viðskiptavini og framtíðar viðskiptavini um kerfið, notkunarmöguleika þess, álagsþol og árangur af notkun kerfisins, s.s. hversu hátt hlutfall af ökutækjafjölda kerfið nær að vinna úr, telji Parka það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.

Greining á nýtingu Parka snjallforritsins á milli ólíkra gjaldsvæða.

Greining á ferðum (e. location data) bílstjóra leigubíla með Parka Taxi snjallforritinu til að tengja saman farþega og bílstjóra í nágrenni við hvorn annan og mæla ferðir.

Þrátt fyrir framangreint áskilur Parka sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:

  • Parka ber að gera það samkvæmt lögum.

  • Ef lögregla óskar eftir upplýsingum þegar um slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða.

  • Parka er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar upplýsingaöryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).

  • Í þeim tilfellum þar sem Parka er ekki rekstraraðili gjaldsvæðis sem greitt er fyrir þá sendir Parka upplýsingar um greiðslur á rekstraraðila svæðisins. Um er að ræða bílnúmer, tímasetningu greiðslu og hluta kortanúmers fyrir rekjanleika færslu og til samanburðar við viðburði á svæðum.


Notendaskilmálar og upplýsingaöryggisstefna Parka verður ávallt aðgengileg á vefsvæði parka.is

Parka áskilur sér rétt til að breyta upplýsingaöryggisstefnu þessari eftir þörfum og án sérstakra tilkynninga.

Fyrir frekari upplýsingar um gögn og meðhöndlun gagna getur þú sent póst á data@parka.is