Snjallstæði Parka
Fyrir rekstur bílastæða
Parka Snjallstæði er heildstæð lausn til að sinna gjaldtöku og eftirliti hvers rekstraraðila fyrir sig og hentar fyrir bæði stór og smá svæði.
Parka Snjallstæði
Heildarlausn þar sem allir þættir kerfisins eru þróaðir og hannaðir af Parka sem eykur sveigjanleikann til að koma á móts við þarfir rekstraraðila.
Nútíma greiðsluleiðir á vef, í appi og greiðsluvélum.
Komin er góð reynsla á kerfið
Í notkun á um 30 stöðum hringinn í kring um landið.
Parka Snjallstæði
Kerfið er hagkvæmt og einfalt í rekstri.
Hámarkar rekstur svæðisins.
Takmarkar ágang þar sem á við.
Bætir upplifun gesta með því að jafna umferð um svæðið.
Bílastæðalausn
Með einföldum hætti er hægt að hefja gjaldtöku, stýra umferð og tryggja aðgengi. Þannig skapað tekjur og náð betri árangri í rekstri svæðisins.
Gjaldtaka
Sjálfsafgreiðsla ökumanna sem greiða fyrir viðveru í gegnum Parka app, vefslóð eða í greiðsluvél.
Eftirlit
Sjálfvirkt eftirlit með myndavélum sem lesa bílnúmer eða með eftirlitsappi Parka.
Álagsstýring
Með breytilegu verðlagi eftir tíma dags eða lengd viðveru er hægt að stýra álagi svæðisins.
Aðgangsstýring
Með sjálfvirkum lestri bílnúmera er hægt að stýra aðgengi í gegnum hlið og hurðar.
Mælaborð
Í mælaborði Parka getur rekstraraðili nálgast nákvæmar tölur og fengið upplýsingar um sitt svæði yfir tímabil og á rauntíma.
Þjónustuver
Þjónustuver Parka annast allar fyrirspurnir sem verða til vegna rekstur svæðisins.
Stjórnborð
Í stjórnborði rekstraraðila er hægt að hafa vald á aðgangstýringu bílastæðis með hvítlistun og kvótakerfi.
Ferðaþjónustan
Takmarkað pláss getur verið fyrir rútur á bílastæðum, því hefur Parka hannað lausn á forbókun fyrir rútur í Parka Snjallstæðum með möguleika á breytilegu verði á stæði.
Parka Spons
Í Snjallstæðum Parka er hægt að stofna næturstæði inn á bílastæðum fyrir ferðabíla og birta þau sem val í bókunarvél Parka Camping.
"Við vöknuðum upp við það einn daginn að eldgos hófst í landinu okkar og til okkar flykktust þúsundir ferðalanga sem kröfðust bílastæða, göngustíga og klósettaðstöðu án þess að við hefðum nokkuð um það að segja. Með einu símtali í Parka gátum við hafið gjaldtöku og brugðist við."
Sigurður Sigurðsson
Landeigendafélagið Hrauni (Fagradalsfjall)