AÐGANGSSTÝRINGAR OG

GJALDTAKA BÍLASTÆÐA

Snjallstæði Parka
Viltu stýra álagi og umferð með gjaldskyldu?

Taka sjálfkrafa gjald af gestum með lestri á bílnúmerum?
Eða viltu takmarka aðgengi að svæðum með hliðum?
Hver sem þörfin er, þá er Parka með snjalla lausn fyrir þig og þín stæði! Hvort sem það er til að takmarka aðgengi að svæðum með hliðum, nýta sjálfvirkan númeraplötulestur í aðgangsstýringar og innheimtu eða til að stýra aðgengi og umferð með gjaldskyldu þá er Parka með lausnina.
Eiginleikar snjallstæða
Verkfærakista Parka er stór og mikil.

Eftirlit
Eftirlit getur verið með bílastæðavarða appi eða myndavélum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Eftirlit má nýta til greiningar á notkun stæða en einnig til kröfugerðar vegna óheimilar viðveru á svæðum.
GreiðslA
Einfaldast er að taka við greiðslum í Parka appinu, en einnig er hægt að setja upp greiðsluvélar bæði innandyra og utandyra.
Innheimta OG ÞJÓNUSTA
Innheimtu- og þjónustuborð Parka getur séð um alla innheimtu gjalda vegna notkunar á bílastæðum, hvort sem það er útgáfa krafna vegna ógreiddrar viðveru, áskriftarþjónusta eða aðrar þjónusta við endanotendur.
Við aðstoðum þig við að velja þá þjónustu sem hentar best þínu bílastæði eða svæði.

Dæmi um notkun á lausnum Parka

Borgartún 21
Greiðslur með appi og greiðsluvél
Álagsstýring með verðskrá
Eftirlit í bílastæðavarða-appi
Innheimta og löginnheimta
Fyrirtæki og stofnanir við Borgartún 21 áttu í vandræðum með álagsstýringu. Starfsmenn í Borgartúni lögðu gjarnan fyrir framan húsið allan daginn og var orðið erfitt fyrir gesti að fá bílastæði. Með breytilegri verðskrá er hægt að draga úr lengri viðveru.
Bílahús Kirkjusandi
Greiðslur með appi og greiðsluvél
Hvítlistuð bílnúmer
Myndavélaeftirlit
Innheimta og löginnheimta
Húsfélag við Kirkjusand þurfti lausn til að stjórna aðgengi að bílakjallara. Hver íbúi leigir bílastæði með mánaðargjaldi og fær bílnúmerið sitt hvítlistað. Þeir geta einnig hvítlistað númer gesta sinna tímabundið. Aðrir gestir greiða fyrir viðeru í appi eða greiðsluvél.
TjaldsvæðiÐ Hafnarfirði
Tengt við bókunarvél tjaldsvæðis
Hlið og myndavél með greiningarbúnaði
Bílnúmer skráð í bókanir á tjaldsvæði hvítlistuð
Tjaldsvæðið í Hafnarfirði þurfti að takmarka umferð bíla um tjaldsvæðis við eingöngu þá bíla sem áttu bókaða gistingu og halda öðrum á bílaplani utan tjaldsvæðisins. Með tengingu við Parka Camping bókunarvél var hægt að leysa þetta vandamál.
hafðu samband
Heyrðu í okkur og við finnum lausnina sem hentar þínu svæði
HAFA SAMBAND